HVAR ERU ÞRESTIR ?

Ég hef gaman af að fylgjast með fuglum.Undanfarin sumur hafa Skógarþrestir verpt hér í garði mínum og sáust á flögri  framan af sumri.Það hefur verið venja þeirra að sjá um að éta berin af reynitrjánum ,með hjálp starranna en nú ber svo við að stórir klasar af safaríkum reyniberjum eru að sliga greinarnar og jafnvel falla til jarðar og troðast þar niður, undir hunda og manna fótum.Hef ekki séð skógarþröst hér síðan um miðjan júlí að ég held,sá einn flögra í kjarrinu við Skógarkot á Þingvöllum fyrir viku eða svo,og nú legg ég fram þessa vísindalegu spurningu :HVAR ERU ÞRESTIRNIR?.Hjá þeim er eiginlega öfug kreppa því ég man ekki aðra eins reyniberjauppskeru, og eingu líkara en þeir hafi forðað sér til fjalla eða af landi brott og hvers vegna þá ?  Er það ríkisstjórnin eða skilanefndirnar(nýja UPPAstéttin) .Annað mál er það að Maríuerlur hafa alltaf verið mitt uppáhald,en mjög fáséðar hér um slóðir.Nú ber svo við að alveg fram að þessu í sumar hefur  hópur Maríuerla haldið til hér  og ég lít varla út um glugga án þess sjá þær tifandi ,flögrandi , tístandi og hallandi undir flatt og ég skrökva ekki.horfast í augu við mig inn um gluggann !Er ekki einhver sem kann ,eða þó ekki væri nema, vildi koma með sína persónulegu skýringu á fyrirbærinu ,má vera hvort sem er, stutt vísindalegum rökum eða sem ekki er verra ,persónulegri skoðun á þessu ástandi ?

Ég á heima stutt frá Hrafnistu í Hafnarf.en telst tilheyra Garðabæ.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband